Umsókn um hjúkrunarrými 

Þegar sá tími kemur að einstaklingur hefur þörf fyrir að flytjast á dvalar -eða hjúkrunarheimili, þarf að sækja um rýmið til heilsu -og færnimatsnefndar þess heilbrigðisumdæmis sem viðkomandi er búsettur í.

Þarft er að benda á að umsóknarferlið getur alltaf tekið nokkurn tíma og þrátt fyrir að eiga samþykkta umsókn, er mögulegt að rými séu af skornum skammti, og einhver bið eftir lausu plássi.  Því borgar sig að hefja umsóknarferli strax og teikn eru á lofti um að einstaklingur þarfnist aukinnar aðstoðar.

Á vef landlæknisembættisins er að finna umsóknareyðublöð (hægra megin ofarlega undir umsókn um færni og heilsumat) um hjúkrunarrými ásamt upplýsingum um nefndir hvers heilbrigðisumdæmis og umsóknarferlið í heild sinni.