Þrýstistangir, handföng & handrið

Þrýstistangir er hægt að fá í ýmsum útfærslum. 

Þær nýtast einstaklingum sem búa yfir minni krafti en áður en eru jafnvel að öðru leyti  að mestu sjálfbjarga. Stöngina geta þeir notað sem þurfa aðstoð við að standa á fætur og einnig þeir sem hafa takmarkað jafnvægi og geta þá stutt sig við stöngina.
Stöngina má staðsetja svo til hvar sem er á heimilinu og algengt er að stilla henni í svefnherbergi við hlið rúms, á baðherbergi við hlið baðkars eða salernis, eða jafnvel í stofu við hlið hægindastóls.    

Handföng og handrið geta aukið öryggi á heimili einstaklinga sem hafa skert jafnvægi eða eru kraftminni en áður. 

Hægt er að setja upp handföng á öllum þeim stöðum á heimilinu þar sem fólk finnur gjaran fyrir óöryggi, t.d. í stigum bæði innan og utandyra, á baðherbergi, svefnherbergi, eldhúsi og fleiri stöðum. 

Til eru handföng með sogskálum svo ekki er alltaf þörf á að bora göt í veggi. 

Best er að leita sér upplýsinga um úrval og lausnir hjá söluaðilum sem og upplýsingar um uppsetningu.  

Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða stoðir til einstaklinga sem fengið hafa samþykkta umsókn um slíkt. 

 Hér má finna frekari upplýsingar og eyðublað.

Söluaðilar þrýstistanga, handriða og handfanga eru til dæmis:

Stoð 

Vilji ehf. 

Eirberg 

Fastus