Stafir og hækjur

Stafir og hækjur  eru einföld hjálpartæki sem flestum reynist auðvelt að nota, hvort heldur sem er til skemmri eða lengri tíma. 

Einstaklingar sem einhverra hluta vegna glíma við jafnvægisleysi eða einhverskonar máttarminnkun geta eflst til muna við stuðning af hækju eða staf. 

Þessi hjálpartæki geta hjálpa til við að vinna upp fyrri getu, t.d eftir veikindi eða óhapp.

Margar mismunandi útgáfur eru fáanlegar af þessum hjálpartækjum og eru myndir af nokkrum útgáfum hér fyrir neðan.  Gott er að leita eftir ráðleggingum frá söluaðilum  um mismunandi gerðir, notkunarmöguleika og öryggisatriði. 

Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða stafi og hækjur fyrir einstaklinga, sé umsókn samþykkt. Hér má finna frekari upplýsingar og eyðublað. 

 

Söluaðilar eru til dæmis:

Eirberg

Stoð ehf. 

Altex.is