Skófatnaður

Hentugur skófatnaður er eldra fólki mjög mikilvægur. 
Ýmis vandamál geta komið upp varðandi fætur á efri árum og geta góðir skór dregið úr óþægindum, varnað tilkomu sára, veitt góðan stuðning og stuðlað að auknu öryggi hvað byltuhættu varðar. 

Mikilvægt er að skór passi vel á allan hátt og  auðvelt sé fyrir einstaklinginn að fara í skóinn.

Hvort heldur sem um ræðir inniskó eða útiskó, skiptir botninn miklu máli. Gæta þarf þess að botninn sé nægilega stamur og grófur, til að koma í veg fyrir föll.

Inniskór með hælbandi hafa reynst vel, hælband getur komið í veg fyrir byltum af sem laus skófatnaður getur valdið.

 

Skófatnaður sem hefur reynst vel:

 

Dömuskór:

Athuga þarf að sumir inniskór opnast ekki alveg yfir ristar, heldur er á þeim band og svo kemur franskur rennilás þar yfir. Ef bjúgur er vandamál þá geta svona inniskór ollið skertu flæði í vefjum og skilið eftir sig djúp för. Því bendum við á þessa skó sem opnast alveg yfir ristar, sem gerir það að verkum að auðvelt er að stilla band eftir þörfum

 

 

 

Herraskór:
 

Athuga þarf að sumir inniskór opnast ekki alveg yfir ristar, heldur er á þeim band og svo kemur franskur rennilás þar yfir. Ef bjúgur er vandamál, þá geta þeir inniskór ollið skertu flæði í vefjum og skilið eftir sig djúp för. Því bendum við á þessa skó sem opnast alveg yfir ristar, sem gerir það að verkum að auðvelt er að stilla band eftir þörfum

 

Ef vökvasöfnun (bjúgur) á fótum er mikið vandamál getur reynst vel að velja inniskó/sandala sem lokað er með frönskum rennilás svo hægt sé að stilla festingar og þrengja/losa til aukinna þæginda. Ef venjulegir sandalar gefa ekki nægan slaka, eru til skór sem hafa mjúk bönd með frönskum rennilásum. Svona skór teppa síður blóðflæði og valda síður bjúg og hafa reynst mjög vel fyrir fólk með ýmis fótavandamál.
 

OrtoMed skó, eru hannaður fyrir fætur sem eru mjög bólgnir/bjúgaðir. Einnig ef fótur er aflagaður, t.a.m af völdum Halus valgus beinsins, krepptum tám og svo framvegis.  Hægt er að fá þá í nokkrum útfærslum, bæði inniskó og útiskó. Með því að smella hér færðu samband við söluaðila á Íslandi.