Sjón og heyrn 

Heyrnartæki eru niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Ólíkt öðrum hjálpartækjum þarf ekki að senda inn umsókn um styrk til kaupa á heyrnartækjum heldur nægir að senda frumrit af reikningi og heyrnarmælingu einstaklings, ásamt bankaupplýsingum svo endurgreiðsla geti átt sér stað.
Nauðsynlegt er að seljendur tækjanna hafi rekstrarleyfi frá Velferðarráðuneytinu og eru 4 fyrirtæki á Íslandi sem það hafa, þau eru: 
Heyrn 

Heyrnartækni 

Heyrnarstöðin

Scandinavian Hearing

Nánari upplýsingar frá SÍ um styrk til kaupa á heyrnartækjum má nálgast hér. 

Á markaði eru ýmsar lausnir fyrir sjón- og/eða heyrnarskerta.  Ýmis tæki er varða fjarskipti, spilarar af ýmsum gerðum og fleiri tæki fást t.d. hjá: 

Örtækni 

Hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands má nálgast ýmsar upplýsingar varðandi þjónustu við heyrnarskerta. 

Ríkið niðurgreiðir ekki gleraugu til einstaklinga nema í undantekningartilfellum þar sem um ræðir augnsjúkdóma eða alvarlega sjónskerðingu. Nánari upplýsingar má finna hjá Þjónustu -og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.