Rafskutlur

Rafskutlur eru einstaklega sniðug hjálpartæki fyrir einstaklinga sem skortir úthald eða getu til gangs.  

Rafskutlur geta hentað mjög breiðum hópi einstaklinga og stuðla að sjálfstæði og sjálfsbjargarviðleitni einstaklings. 

Hægt er að fá margar gerðir af skutlum, eru þær mis kraftmiklar, mis stórar og einnig er hægt að fá mismunandi dekk fyrir ólíkt landslag, allt eftir því hvaða notagildi skutlan hefur fyrir hvern og einn.

Hægt er að óska eftir niðurgreiðslu frá sjúkratryggingum íslands og fer það ferli í gegnum heimilislækni sem þarf að senda inn umsókn og rökstuðning. 

Hægt er að fá upplýsingar hjá SÍ varðandi samningsbundna söluaðila. 
Eyðublaðið er að finna hér 
undir umsókn um styrk til kaupa á hjálpartæki.

Sölustaðir eru til dæmis: 

Fastus 

Öryggismiðstöðin