Rafknúin rúm 

Rafknúin rúm geta auðveldað eldra fólki að ná betri hvíld og auka svefngæði.

Hækkanlegt fótalag getur hjálpað einstaklingum sem fá gjarnan bjúg á fætur, því það einfalda ráð að hækka undir fótum dregur úr bjúg. 

Stillanlegt höfðalag getur auðveldað fólki, sem þjáist t.d. af mæði eða bakflæði,

að ná betri svefni og gott er að eiga þess kost að  hafa hærra undir höfðinu ef fólk vill lesa í rúminu.

Rúmin koma í mörgum stærðum og gerðum, einbreið og tvíbreið.

Gott er að hafa í huga ef hjón ætla að fá sér tvíbreitt rafdrifið rúm, að fá rúm sem hefur sitthvorn mótorinn og tvær dýnur í stað einnar heillar dýnu.  

Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða sjúkrarúm til þeirra sem fengið hafa samþykkta umsókn um slíkt rúm. 

SÍ hefur gert samninga við eftirtalin fyrirtæki um kaup á sjúkrarúmum:

Eirberg ehf.

Fastus ehf.

Icepharma ehf.

Stoð hf. 

Titus ehf.

Öryggismiðstöð Íslands hf. 

 

Aðrir söluaðilar rafmagnsrúma (ekki sjúkrarúm) eru til dæmis:

Betra Bak

RB Rúm 

Rúmfatalagerinn 

Vogue