Öryggishnappar

Öryggishnappar eru öryggistæki sem nýtast einstaklingum sem búa í eigin húsnæði eða í íbúðum eldri borgara þar sem ekki er sólarhringsþjónusta. 
Hnapparnir og þjónustan eru sett upp af þjónustuaðilum. 
Upp á þessa þjónustu bjóða bæði
Securitas og Öryggismiðstöðin. 

Securitas býður upp á þjónustu um land allt, en útkallsþjónusta er ekki í boði allsstaðar. Útkallsþjónusta er í boði á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi/Borgarnesi og nágrenni sem og Selfossi/Hveragerði og nágrenni. Fyrir utan þessi svæði eru einstaklingar skráðir með tengilið sem Securitas hefur samband við ef þrýst er á hnapp. 

Öryggismiðstöðin býður upp á þjónustu á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ, Selfossi og nágrenni og á Akureyri. 

 
Hnapparnir geta annað hvort verið í formi armbands eða hálsmens. Þeir eru lítið áberandi, einfaldir  og afar þægilegir í notkun.  
Þeir veita mikið öryggi, ekki síst fyrir aðstandendur.

Hnapparnir eru útbúnir þannig að ef þrýst er á hnapp sendir hann boð til þjónustuaðilans/aðstandanda og samstundis kemst á samband við einstaklinginn í gegnum tæki sem fylgir hnappnum og komið er fyrir í íbúð einstaklingsins. 
Ef ástandið kallar á, fer öryggisvörður á staðinn og aðstoðar, eða kallaður er til læknir eða sjúkrabíll.

Hnapparnir eru niðurgreiddir af Sjúkratryggingum Íslands,

umsókn um niðurgreiðslu þarf að fylgja rökstuðningur frá heilbrigðisstarfsmanni.


Eyðublað SÍ er að finna hér undir hjálpartæki.