MedicAlert

Besta sjúkdómsneyðarkerfi í heimi - Merki sem gæti bjargað mannslífi.

MedicAlert er kerfi sem kemur til hjálpar í neyðartilfellum.
Á MedicAlert merkið, sem ýmist er borið sem armband eða hálsmen, eru grafnar upplýsingar um sjúkdóm eða hættuástand sjúklings, símanúmer vaktstöðvar (á Íslandi, grænt númer á Slysadeild Landspítala Fossvogi), sem geymir spjaldskrá sjúklings og spjaldskrárnúmer.
Spjaldskrárnúmerið veitir lækninum, sem fær sjúklinginn til meðferðar, aðgang að spjaldskránni á öllum tímum sólarhringsins.

 

MedicAlert getur nýst ef einstaklingur hefur greinst með Alzheimer eða annan hrörnunarsjúkdóm sem hefur áhrif á vitsmunalega getu. Þá getur MedicAlert veitt einstaklingnum sjálfum, sem og aðstandendum, ákveðið öryggi.

Nánari upplýsingar um starfsemi MedicAlert er að finna hér.

Hér er að finna heimasíðu MedicAlert, umsókn skal fylla út á þar tilgert eyðublað.