Lyf 

Lyf og lyfjagjafir eru atriði sem nauðsynlegt er að gæta vandlega að. 

Algengt er að aldraðir þurfi að taka inn lyf og geta það verið mismunandi lyf við mismunandi kvillum, á mismunandi tímum dags og í mismunandi magni.  Því getur reynst erfitt að halda utan um lyfjainntöku og getur verið hættulegt ef mistök verða. 

Ýmsir valmöguleikar eru í boði fyrir einstaklinga, sem stuðla að því að rétt lyf séu tekin á réttum tímum í réttu magni.