Hvernig er óskað eftir heimahjúkrun? 

Heimahjúkrun er heimahjúkrunarþjónusta sem veitt er á vegum heilsugæslustöðva
fyrir þá einstaklinga sem hennar þarfnast sbr. 12. gr. reglugerðar um
heilsugæslustöðvar nr. 787/2007. 
 

Hverjir eiga rétt á þjónustu heimahjúkrunar?

- Allir þeir einstaklingar sem þurfa á aukinni heilbrigðisaðstoð að halda, tímabundið eða til lengri tíma.

- Allir þeir einstaklingar sem þurfa aukna aðstoð við almennar daglegar athafnir.

- Allir þeir einstaklingar sem þarfnast heimahjúkrunar til þess að geta búið áfram á sínu eigin  heimili.

Heimahjúkrun er hluti af þjónustu heilsugæslustöðva en hafa í sumum tilvikum starfsstöð sína utan þeirra.   

Umsókn um heimahjúkrun þarf að berast skriflega frá einhverjum eftirtöldum:

- Heilbrigðisstarfsmanni 

- Heilbrigðisstofnun​

- Starfsmanni félagsþjónustu

Einnig þarf að fylgja umsókninni læknabréf og/eða hjúkrunarbréf, þar sem fram kemur tilefni umsóknar, sjúkdómsgreining/ar og hjúkrunarvandamál 

Eyðublað umsóknar skal fylla út og senda í pósti eða faxi.

Heilsugæslan og Landspítali nota oftast beiðni um heimahjúkrun í Sögukerfi og senda hana rafrænt.

Íbúar Reykjavíkurborgar sækja um heimahjúkrun hjá Heimaþjónusta Reykjavíkur en athugið að  beiðnin sjálf þarf að berast frá heilbrigðisstarfsmanni.

Sótt er um heimahjúkrun utan Reykjavíkur á hverri heilsugæslustöð fyrir sig,
nema fyrir íbúa Seltjarnarness þar er sótt um hjá
Heimaþjónustu Reykjavíkur, athugið  þar er sami háttur á og í Reykjavík, beiðni þarf að berast frá heilbrigðisstarfsmanni.  

Heimahjúkrun er án endurgjalds.