Hjúkrunarheimili 

Hjúkrunarheimili eru rekin af ríki, bæjarfélögum eða einkaaðilum.

Einstaklingar sem af einhverjum ástæðum geta ekki lengur búið í eigin húsnæði sökum elli og/eða hrörnunar, stendur til boða að sækja um rými á hjúkrunarheimili.  
Hjúkrunarheimili eru, líkt og nafnið felur í sér, fyrst og fremst heimili. 
Þau eru eins ólík og þau eru mörg og sum hver rekin samkvæmt ákveðnum stefnum í umönnun aldraðra, t.d.
Eden stefnu, og Leve-Bo stefnu.  Báðar þessar stefnur hafa þær áherslur að hjúkrunarheimili sé umfram allt heimili íbúa, frekar en vinnustaður starfsmanna. 

 

Á hjúkrunarheimilum landsins er hlúð að öldruðum, þeir aðstoðaðir við athafnir daglegs lífs og fá viðeigandi þjónustu sem metin er eftir þörfum hvers og eins. 
Á mörgum heimilum er í boði ýmis afþreying, sjúkraþjálfun og skemmtun. 

Fylgdu okkur

Hafið samband og/eða komið með ábendingar

Ábyrgð og umsjón

Fjóla Bjarnadóttir, Hjúkrunarfræðingur

Umsjón

Eygló Valdimarsdóttir, Hjúkrunarfræðingur

Starfsmaður

Karolína Sif Benediktsdóttir

  • Facebook Social Icon