Hjólastólar

Hjólastólar nýtast einstaklingum sem eiga erfitt með eða eru ófærir um gang. 

Þörfin getur verið tímabundin vegna veikinda eða aðgerða, eða til lengri tíma. 

Mikilvægt er að fagaðili meti þörf fyrir hjólastól sem og gerð stóls. 
Margar mismunandi útgáfur finnast af hjólastólum, stórir og litlir, léttir og þungir, breiðir og nettir, knúnir af handafli og rafknúnir.

Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða hjólastóla til einstaklinga sem hafa fengið samþykkta umsókn fyrir slíkum grip.  

Þær hafa gert samninga við eftirtalin fyrirtæki um kaup á hjólastólum:

Eirberg ehf.

Fastus ehf.

Sérmót ehf.

Stoð hf.

Öryggismiðstöð Íslands ehf.

 

 
Hér má finna eyðublað fyrir umsókn um hjólastól sem og ítarlegri upplýsingar.