Göngugrindur

Göngugrindur eru ákaflega nytsamleg og góð hjálpartækiog koma í mörgum stærðum og gerðum.

Þær algengustu eru svokallaðar lágar göngugrindur, líkt og sjá má á fyrstu myndinni hér að neðan. Þær gagnast einstaklingum sem hafa enn ágæta hreyfigetu en einhverja jafnvægisskerðingu.

Háar göngugrindur eru hugsaðar fyrir einstaklinga sem þurfa meiri stuðning við gang. Þær grindur hafa stuðning undir framhandleggi og getur einstaklingur því lagt meiri þunga á grindina og öðlast þá betra jafnvægi og meiri stuðning. 

Háar rafdrifnar göngugrindur líkt og sjá má á síðustu myndinni geta verið þægilegar í notkun fyrir einstaklinga sem þurfa aðstoð til að standa upp. Grindin styður undir framhandleggi, og hafi einstaklingur gott grip getur svona grind nýst til að aðstoða hann á fætur. Slík grind nýtist eflaust best einstaklingi sem fær þjónustu og aðstoð á heimili sínu.

Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða göngugrindur fyrir einstaklinga, sé umsókn samþykkt. Hér má finna frekari upplýsingar og eyðublað. 

Sölustaðir eru til dæmis:

Fastus

Eirberg

Stoð