Fatnaður 

Hér er farið yfir hvað hentar hverjum og einum með tillit til hreyfifærni, stoðtækja og líkamsástands. Upplýsingar um hvaða klæðnaður hentar best vega mismunandi hreyfiskerðinga, litaval á fötum og hvaða áhrif þau hafa á hinn aldraða.

Ýmis lítil ráð eins og að hafa peysu gráa eða yrjótta ef hinn aldraði er með mikla flösu geta verið gagnleg. Þessi litlu atriði skiptir kannski ekki öllumiklu máli, en aðvelda val á fatnaði ef hinn aldraði og/eða aðstandandinn lítur á þetta sem hreinlætisvandamál.

Stærð, val á sniði og efnislit ef maneskja er með bleiustykki getur verið atriði sem krefjast útsjónarsemi.

Farið verður yfir þau atriði sem gott getur verið að hafa í huga og leiðir eins og áður sagði

til þess, að hinn aldraði haldi reisn, ásamt því að aðstandandinn gerir eins vel og hann getur í aðstæðum sem upp koma.

Þetta leiðir til þess að aðstandanum líður betur og finnst hann geta hjálpað.

     Buxur - Hér þarf að hafa í huga val eftir því hvort viðkomandi missi þvag,

      sé með bleiustykki, geti hneppt tölum, rennt rennilás upp.

 

Dömur

 • Ef einstaklingur missir þvag geta buxur úr dökkum gerviefnum falið það vel

 • Ef einstaklingur notar bleiustykki er gott að passa að strengur sé hár upp í mitti og hafi djúpann saum að aftan. Dalakofinn í Hafnarfirði hefur verið með mjög góðar buxur með broti, sparilegar og fínar sem henta konum með þvagleka einstaklega vel. Eins er Altex með velúrbuxur sem eru hlýjar og mjúkar.

 • Ef einstaklingur hefur takmarkaða hreyfigetu eða er t.d. í hjólastól er gott að hafa í huga að strengur sé ekki of þröngur. Þá er betra að taka frekar stærri stærð en minni, því það er auðveldara að stytta buxur en víkka þær.

​​

Herrar

 • Þeir herrar sem taka mikið um sig jafnvel 3xl - 8xl, geta keypt ágætis buxur í Dressman XL, bæði joggingbuxur sem og betri buxur. Í verslun Guðsteins Eyjólfssonar er líka ágætis úrval fyrir herra. Hér eru t.a.m fínar jogging buxur

 •  Ef einstaklingur hefur takmarkaða hreyfigetu eða er t.d. í hjólastól er gott að hafa í huga að strengur sé ekki of þröngur.

 • Þá er betra að taka frekar stærri stærð en minni, því það er auðveldara að stytta buxur en víkka þær.

   

 

 Peysur - Hér þar að huga vel að hreyfifærni í öxlum og hálsi. 

 • Ef einstaklingur er slæmur í öxl/um er gott að hafa í huga að hálsmál teygist vel eða tölur/rennilás geti stækkað hálsmál þegar farið er í peysuna. Rúllukragapeysur  henta illa í flestum tilfellum.

 • Ef einstaklingur er með mikla flösu er gott að velja yrjótt frekar en einlitt. Grófgert efni felur betur, flasa sést líka betur á fíngerðum flíkum.

 • Mjúkir ullarbolir eru mjög góður kostur innanundir annan fatnað þar sem algengt er að maður verði kulsæknari með aldrinum. Bolir frá Janus eru t.a.m. mjög vinsælir. 

  Sokkar -  

 • Gott að  hafa í hugsa að stroff sé ekki of þröngt.

 • Gerviefni gefa yfirleitt ekki góða raun. 

 • Hér eru t.d. góðir herrasokkar frá Verslun Guðsteins Eyjólfssonar 

 • Hér eru t.d. góðir dömusokkar

  Nærfatnaður

 • Bómullarefni henta einstaklega vel.

 • Brjóstahöld úr bómull og helst án vírspanga hafa hentað eldri konum vel. Gott úrval af brjóstahöldum með góðum stuðningi má m.a finna hjá Eirberg

 • Þægilegir toppar úr bómull henta mörgum konum vel, t.d. frá Sloggi, verslunin Meyja selur m.a. Sloggi

 • Ef einstaklingur er með þvaglegg að staðaldri, þarf að gæta þess að nærfatnaður sé ekki of þröngur og henti vel hans þörfum og þá getur verið ágætt að ráðfæra sig við þann fagaðila sem aðstoðar við þvagleggsumhirðu, varðandi hentugan nærfatnað.  

 • Altex.is selur undirföt sem hafa komið vel út. Nærbuxur sem henta vel undir stór bindi og toppa sem eru mjúkir og henta vel ef viðvarnadi roði og sýkingar eru undir bjóstum. Þeir halda húðinni frekar þurri frekar en hefðbundin brjóstahöld. 

   Náttfatnaður-

 • Náttföt með góðu hálsmáli sem helst er hægt að hneppa eru góður kostur fyrir aldraða.

 

Stuðningssokkar

 • Eru mjög góðir ef bólga og þroti eru í fótum. Hægt er að fá sokkana meðal annars hjá altex.is