Hjálpartæki 

Hjálpartæki eru af ýmsum toga. Öll eiga þau það sameinilegt að vera framleidd og hönnuð með það í huga að aðstoða fólk við að lifa sem eðlilegustu og öruggustu lífi. 

Sjúkratryggingar Íslands eru á heimasíðu sinni með lista yfir um öll þau hjálpartæki sem talin eru nytsamleg og fólk kann að þarfnast. 

Hafi einstaklingur þörf fyrir hjálpartæki af einhverjum toga er hægt að panta ráðgjöf varðandi þörf og val á hjálpartækjum hjá SÍ og eru það iðjuþjálfar og sjúkraþjálfarar sem sinna ráðgjöfinni. 
SÍ leitast við að hafa á skrá úrræði fyrir þá sem búsettir eru á landsbyggðinni, hægt er að hafa beint samband við SÍ fyrir frekari upplýsingar þar að lútandi. 
Þegar sótt er um styrk til kaupa á hjálpartæki
  þarf  læknir, iðjuþjálfi eða sjúkraþjálfari að rökstyðja og lýsa færni viðkomandi einstaklings, og gefa ástæður fyrir umsókninni.  

SÍ leitast við að afgreiða umsóknir um hjálpartæki innan 5 vikna frá viðtöku umsóknar. 


Ef nýta á niðurgreiðsluna þarf samþykki fyrir umsókn að fást frá SÍ áður en hjálpartæki er keypt.  Einnig veitir SÍ upplýsingar um samningsbundna söluaðila ýmissa hjálpartækja.
Þurfa kaupin að fara í gegnum þá aðila til að niðurgreiðsla sé samþykkt. 

Hér má nálgast frekari upplýsingar og umsóknareyðublað.