Félagsþjónusta

Markmið félagsþjónustu er að einstaklingur geti verið sem lengst á sínu eigin heimili þrátt fyrir skerðingu á getu til að sinna daglegum athöfnum. Þessi þjónusta er starfrækt af sveitarfélögum.
Dæmi um þá þjónustu sem félagsþjónusta býður upp á, (misjafnt milli sveitarfélaga þó) 

 

  • almenn heimilishjálp og þrif

  • félagsráðgjöf

  • heimsending matar

  • heimsókn og samvera svo sem gönguferðir, lestur dagblaða og fleira

  • yfirseta í veikindum

  • garðvinna og snjómokstur

  • persónuleg umhirða sem ekki er í verkahring heimahjúkrunar 

  • akstur

Gjaldskrá gildir fyrir þessi atriði  - en hafi viðkomandi einungis tekjur af ellilífeyrisgreiðslum þá er þjónustan þeim að kostnaðarlausu. 

Upplýsingar um þá þjónustuþætti félagsþjónustu sem í boði eru hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig má finna á bæjarskrifstofum. 

Félagsstarf 

 

Félagsstarf og tómstundir eru mikilvægur þáttur í lífi margra.  

Það að eldast og jafnvel hætta að vinna, finna hvernig þrek og geta til hversdagslegra athafna minnkar, getur haft mikil áhrif á líf fólk, lífsfyllingu og andlega líðan. 

Algengt er að einstaklingar óttist breytinguna sem felst í því að eldast og hætta að vinna, óttist að koðna niður og hafa lítið fyrir stafni, og almennt að staða þeirra í samfélaginu breytist. 

Víðast hvar á landinu eru starfrækt félög eldri borgara.  Þau standa fyrir fjölbreyttu félagsstarfi, samveru, námskeiðum, hreyfingu og dægradvöl af ýmsum toga. 

Þjónustumiðstöðvar eldri borgara eru starfræktar í sumum bæjarfélögum. Þar er í boði mismunandi starfsemi sem samanstendur gjarnan af þjónustu og félagsstarfi, s.s.  dagdvöl, hárgreiðslustofu, fótaaðgerðastofu, félagslegri heimaþjónustu og aðstöðu fyrir félög eldri borgara, svo eitthvað sé nefnt. 

Í minni bæjarfélögum er algengt að félagsþjónusta og félagsstarf eldri borgara haldist í hendur og starfsfólk bæjarfélagsins sinni báðum þáttum.

 

Hér fyrir neðan eru tenglar með nánari upplýsingum um félagþjónustu og félagsstarf í bæjarfélögum víðsvegar um landið: 

Þjónustumiðstöðvar í Reykjavík 

Félagsstarf í Hafnarfirði

Þjónusta við aldraða í Kópavogi

Félagsstarf í Garðabæ

Félagsstarf á Seltjarnarnesi

Félagsstarf á Álftanesi

Félagsþjónusta í Reykjanesbæ

Félagsþjónusta í Vogum

Félagsþjónusta í Garði

Félagsþjónusta á Akranesi

Félagsþjónusta á Akureyri

Félagsþjónusta á Grenivík

Félagsþjónusta í Norðurþingi

Félagsþjónusta í Vesturbyggð

Félag eldri borgara Dalabyggð

Félagsþjónusta í Bolungarvík

Félagsmáladeild Fjallabyggðar

Félagsþjónusta Langanesbyggðar

Velferðarþjónusta í Bláskógarbyggð

Þjónusta við eldri borgara í Ísafjarðarbæ  

Þjónusta við eldri borgara í Mosfellsbæ

Félagsþjónusta í Fljótdalshéraði

Félagsþjónusta í Ölfusi

Félagsstarf aldraðra í Fjarðarbyggð

Félag eldri borgara í Grundarfjarðarbæ