Heimahjúkrun

 Hér eru 3 atriði sem aðstandendur geta farið yfir með hinum aldraða þegar þörf er fyrir aukna aðstoð með hjúkrunartengd vandamál.

1) Skrifið niður vandamálið/n sem þarfnast úrlausnar eða aðstoðar með  og ræðið.

             Algeng viðfangsefni heimahjúkrunar eru m.a.:

                      Ýmiskonar eftirlit á líkamlegri og andlegri heilsu 

                      Lyfjaeftirlit og lyfjagjafir. Lyfjatiltekt er á vegum lyfsala

                      Blóðþrýstingseftirlit

                      Sykursýkiseftirlit

                      Sárameðferðir

                      Aðstoð við böðun eða persónulegt hreinlæti þegar fagþekkingar er þörf                                 ss. vegna sárameðferðar, sýkingar og þess háttar.

2) Það er gott að ræða vel saman um ferlið, væntingar til  aðstoðarinnar sem er í boði sem og öryggið sem getur falist í reglulegu eftirliti. Stefna heimahjúkrunar almennt, er að gera skjólstæðinga sína eins sjálfbjarga og hægt er. 

3) Panta þarf tíma hjá lækni.  Tilgreina þarf tilefni umsóknarinnar, sjúkdómsgreiningu/ar og hjúkrunarvandamál.

Fleiri upplýsingar um heimahjúkrun eru undir heimahjúkrun og hvernig er óskað eftir heimahjúkrun 

Heimahjúkrun er án endurgjalds.