Bleiur og bindi

Þvagleki er vandamál sem hrjáir marga, ekki síst þá sem eru á efri árunum, og ætti hann á engan hátt að vera feimnismál. 

Orsakirnar geta verið margar.  Konur sem hafa eignast nokkur börn eru t.a.m. líklegri til að vera með þvagleka. 
Þá hefur vitræn geta einnig áhrif á stjórn einstaklings á þvaglátum. 

Bindi eða bleiur geta veitt einstakling með þvagleka aukin lífsgæði og meira frelsi til að lifa eðlilegu lífi. 

Hægt er að óska eftir niðurgreiðslu á bindum/bleium. Fyrirkomulagið hefur verið þannig að læknir sendir frá sér beiðni til Sjúkratrygginga Íslands, ef það fæst staðfest fær viðkomandi niðurgreiðslu. Einfaldast er að hafa samband við heimilislækni, ef aldraður ástvinur þinn er með heimahjúkrun er nærtækast að þú hafir samband við hana vegna umsóknarinnar.

Söluaðilar eru til dæmis

 

Rekstrarvörur

Rekstrarland 

Logaland/Heilbrigðisvörur ehf

Eirberg ehf.