Markvissar heimsóknir

 

Rauði Kross Íslands rekur verkefni sem kallast heimsóknarvinir.  
Sjálfboðaliðar á vegum RKÍ  sinna verkefninu og gefa tíma sinn til einstaklinga sem hafa þörf fyrir aukin félagsleg samskipti og félagsskap. 

Miðað er við að heimsókn vari í um 1 klst, vikulega. 
Heimsókn þarf ekki að vera spjall yfir kaffibolla, hægt er að fara saman í gönguferð, bíltúr, aðstoða með handavinnu, upplestur eða spil, allt eftir áhuga þeirra sem um ræðir.  
RKÍ reynir að para saman einstaklinga, þ.e. sjálfboðaliða og einstakling, með svipuð áhugasvið svo báðir einstaklingar njóti heimsóknarinnar sem best. 
Hægt er að senda inn umsókn eða fyrirspurn á
vef RKÍ. 

Annar kostur fyrir einstaklinga sem hafa þörf fyrir létta aðstoð við daglegt líf og/eða félagsskap er að leita til félagsþjónustu bæjarfélagsins sem viðkomandi býr í.
Félagsþjónusta í flestum bæjarfélögum býður upp á liðveislu fyrir einstaklinga í þessari stöðu.

 

Vefurinn heimsokn.is  býður upp á einfalt kerfi sem heldur utan um heimsóknir aðstandenda til vinar eða ættingja sem af einhverjum ástæðum þarf á sérstakri umhyggju vina og vandamanna að halda.
Þetta á til að mynda við um eldra fólk, hvort sem það dvelur í heimahúsi eða á dvalarheimili fyrir aldraða og langveika.

Aðstandendur geta á vefnum skráð sínar heimsóknir til ættingja/vinar og geta fylgst með heimsóknum annarra aðstandenda og þannig haft heimsóknir reglulegar eftir því sem þurfa þykir.