Baðherbergi 

Á baðherbergjum er mikilvægt að gæta öryggis eins og kostur er. 

Til eru ýmis hjálpar -og öryggistæki sem auðvelda og aðstoða einstaklinga til sjálfsbjargar á sem öruggastan máta. 

Salernis upphækkanir geta hentað þeim sem eiga orðið erfitt með að setjast og standa upp. Einnig nauðsynlegt fyrir einstaklinga sem hafa þurft að gangast undir mjaðmaliðarskipti eða hafa orðið fyrir mjaðmabroti. 

 

Sturtustólar / sturtubretti geta hentað þeim sem eiga erfitt með að standa lengi eða eru valtir á fótum. 
Sturtubretti eru gerð til að nota við baðkör og liggja þá á milli baðkarsbrúnanna og fest, eða hafa stuðningsfætur sem standa á gólfi fyrir utan baðkar (sjá mynd).

Meta þarf aðstæður heimafyrir og finna lausn sem hentar einstaklingnum og aðstæðum.

 

 

 

 

Handföng og stoðir geta auðveldað einstaklingum að athafna sig sjálfir og aukið öryggistilfinningu svo um munar. Handföng og stoðir eru hjálpartæki sem einföld eru í notkun sem og uppsetningu og ættu því að nýtast flestum.

 

 

 

Hjálpartæki sem nýtast á baðherbergi falla undir sama fyrirkomulag og önnur hjálpartæki, þ.e. Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir þau, berist umsókn og rökstuðningur frá lækni, sjúkraþjálfa eða iðjuþjálfa. 
Eyðublöð fyrir umsókn má finna hér undir hjálpartæki. 

Ýmis hjálpartæki og vörur á baðherbergi fást t.d. hjá eftirtöldum söluaðilum:

Eirberg ehf.

Fastus

Stoð

Vilji ehf. 

Altex