Dagdvöl

Dagdvöl er úrræði sem flest stærri sveitarfélög bjóða upp á með það að markmiði að einstaklingar geti búið sem lengst á eigin heimili með auknum stuðningi. 

Í starfsemi dagdvalar er leitast eftir því að veita ýmsa þjónustu, t.a.m. hjúkrunarþjónustu, eftirlit með heilsufari, félagslega ráðgjöf og aðstoð við daglegar athafnir. 

Umsóknir um dagdvöl fara í gegnum félagsþjónustu sveitarfélaga, og má finna upplýsingar á heimasíðum þeirra í flestum tilvikum.

Hægt er að nýta þjónustu dagdvalar einn dag í viku eða oftar, allt eftir þörfum og hentugleika. 

Greitt er fyrir hvern dag og er akstur innifalinn í gjaldinu hjá flestum sveitarfélögum. 

 

Dagdvöl býður upp á ýmsa þjónustu,  sem dæmi má nefna 

​​- sjúkraþjálfun og leikfimi

- fæði

- hvíldaraðstöðu

- böðun

- fjölbreytt tómstundaiðja

- akstur að heiman og heim 

Hér má finna reglugerð heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytis sem

fjallar um dagdvöl fyrir aldraða.

 

 

Dagdvöl er starfrækt á eftirtöldum stöðum um landið: 

Höfuðborgarsvæðið:

Eir, Reykjavík og Spönginni

Fríðuhús, Reykjavík

Hlíðarbær, Reykjavík

Hrafnista, Hafnarfirði og Reykjavík

Vitatorg, Reykjavík

MS-setrið, Reykjavík

Múlabær, Reykjavík

Maríuhús, Reykjavík

Þorrasel, Reykjavík

Drafnarhús, Hafnarfirði

Sólvangur, Hafnarfirði

Ísafold, Garðabæ

Sunnuhlíð, Kópavogi

Boðaþing, Kópavogi

Roðasalir, Kópavogi
Hlaðhamrar, Mosfellsbæ

Dagdvöl Seltjarnarness

Suðurnes:

Dagvist Grindavíkur

Dagvist aldraðra, Reykjanesbæ

Vesturland:

Höfði, Akranesi

Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi

Jaðar, Ólafsvík

Fellaskjól, Grundarfirði

Dvalarheimili aldraðra, Stykkishólmi

Barmahlíð, Reykhólahreppi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Hólmavík

Dagvist aldraðra, Hvammstanga

Vestfirðir:

Heilbrigðisstofnunin Patreksfirði

Vesturbyggð dagvist, Bíldudal

Sjúkraskýlið, Suðureyri

Hlíf dagvist, Ísafirði

Norðurland:

Dagvist aldraðra, Skagafirði

Dagvist aldraðra, Siglufirði

Dagvist aldraðra, Blönduósi

Hornbrekka, Ólafsfirði

Dalbær, Dalvík

Öldrunarheimili Akureyrar

Dagvist Eyjafjarðarsveitar

Hvammur, Húsavík

Mörk dagvist, Kópaskeri

Vík dagvist, Raufarhöfn

Naust, Þórshöfn

Austurland:

Sundabúð, Vopnafirði

Lagarás, Egilsstöðum

Heilbrigðisstofnun Austurlands, Seyðisfirði

Heilbrigðisstofnun Austurlands, Neskaupstað

Dagvistarheimilið Breiðdalsvík

Dagdvöl aldraðra, Djúpavogi

Suðurland:

Dagvist aldraðra, Hveragerði

Dagvist á Egilsbraut, Þorlákshöfn

Árborg dagvistun, Selfossi

Lundur, Hellu

Kirkjuhvoll, Hvolsvelli

Hraunbúðir, Vestmannaeyjar

Hjallatún, Vík

Klausturhólar, Kirkjubæjarklaustri

Heilbrigðisstofnun Suð-Austurlands, Hornafjörður