Velkomin

Hér má finna ýmsar upplýsingar um hvernig hlúa má sem best að sínum nánustu.
heart-700141_640.jpg
Aðstandandinn

Síðan www.aðstandandi.is er hugsuð sem hjálpartæki aðstandanda sem standa frammi fyrir því að ástvinir þeirra þurfa á meiri aðstoð og breyttum áherslum að halda eftir því sem árin færast yfir.  
Líkamleg og vitsmunaleg afturför er oft og tíðum óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að eldast og fylgja því ýmsar breytingar á lífi einstaklings og aðstandanda.  
Okkar von er sú að aðstandendur geti fundið svör við þeim spurningum sem helst brenna á þeim og geti einnig haft samband við okkur ef frekari upplýsinga er þörf.

Umsjónarmenn  síðunnar eru hjúkrunarfræðingar sem hafa starfað mikið með öldruðum og verið leiðbeinandi fyrir aðstandendur þeirra. Margvíslegar spurningar  eru bornar upp daglega og kviknaði sú hugmynd að gera aðgengilega síðu, einskonar miðlæga upplýsingaveitu, hvar finna mætti svör við hugðarefnum aðstandanda aldraðra, til að auðvelda fólki að auka lífsgæði ástvina og aðstoða þá við að mæta breytilegum þörfum.

" Þú hættir ekki að hlæja þegar þú eldist, þú eldist þegar þú hættir að hlæja"


- George Bernard Shaw